mánudagur, febrúar 06, 2006

 
Ætlaði nú bara að athuga hvort þetta væri virkt ennþá... svona þar sem ég hef ekki bloggað hérna í HEILT ár. Enda hefur ekkert verið að frétta.

Stúlkan er enn í sama farinu, vinnandi í verinu, búandi hjá múttu, og sparandi peninga.
Eða borgandi reikninga, það fer minna í sparnað! Spreði og spreði í öllum fríum. Þarf helst að vera rúmföst og með næringu í æð til að eyða ekki neinu þegar ég er í fríi.

Óli og Sigga og Heiður eru nú flutt heim eftir 4,5 ára útlegð. Búa hérna hjá okkur mæðgunum og eru að sansa íbúðina sína. Heiður er að fara að byrja í leikskóla og fékk ég að fara með henni í klukkutíma í dag í aðlögun. Ég hef ekki farið inn á leikskóla síðan ég var þar sjálf... klárlega upplifun, fékk nú samt engin flassbökk :)

Læt þetta duga, þið gætuð fengið eitrun af lengra bloggi...

chao.

|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

 
Happy New Year
Össsssss

Er þetta nú hægt? Síðan á jólunum er bara búið að vera að vinna vinna og vinna, lítið um djamm en búin að eyða töluvert um efni fram. Money Búin að versla mér eins og eina íbúð bara svona upp á grínið. Ice Skating Jább mín er komin í lífsgæðakapphlaupið. Haldiði að það sé!
Þannig að framundan (ef undanskilinn er tímabilið 8. - 15. feb) Crystal Ball spái ég því að það verði tími sparnaðar og yfirvinnu og aukavakta. Ég á reyndar eftir að skrifa undir kaupsamningin, sem ég vona að gerist í þessari viku og svo fer hún í leigu í c.a. ár eða svo, ég sé bara til hversu dugleg ég verð að spara. Ég þarf líka að laga til inni á baði og það kostar allt peninga. Og ef maður ætlar ekki alveg að koðna niður úr leiðindum þá þýðir ekki að spenna bogann of mikið á of stuttum tíma. Þar sem ég á mjög góða foreldra I Love You og þeim liggur ekkert á því að henda mér út þá ætla ég að nýta mér það að geta búið heima hjá þeim á meðan ég kemmst yfir erfiðasta hjallann.

Annars er allt brjálað að gera í þessum 25 ára afmælum, enda er allur saumaklúbburinn eins og hann leggur sig 25 ára í ár. Eða svo til.
Það var einmitt eitt afmæli á laugardaginn síðasta. Þá hélt Fríða upp á afmælið sitt í reykjavíkinni. Bauð upp á tælenskan eða Taj Mahal indverskan mat. Mjög góðann, og svo var bjór og rauðvín með til að skola þessu niður. Næstu helgi heldur Ragnheiður upp á árin 25. Ég er farin að hlakka töluvert til svona í tilefni þess að ég er akkúrat á frí helgi. Svo vinn ég einn dag og er þá á leiðinni í Pilot og Conductor af því ég er einmitt að fara til Dk ásamt Bergþóru sys á þriðjudaginn. gaman aðððessu.

Vá hvað ég er andlaus í þessu bloggi... ég held að ég sé hætt að hugsa og hafa skoðanir síðan ég flutti heim. Mér leiðist hvað ég er orðin leiðinleg á bloggsíðunni, allar færslur eru eins. Ég tala um djamm og drykkju og svo þessa ferð mína til dk í c.a. 3 ef ekki 4 pistlum í röð.

Jæja nú er ég hætt.... Heart Glasses

|

föstudagur, desember 24, 2004

 
Gleðileg jól

|

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

 
Seint skrifa sumir en skrifa þó...

Ákvað bara að láta vita af því að ég er búin að panta flug út til Odense á tímabilinu 8. - 15. feb á því herrans ári 2005. Heppilegt að þorrablótið verður á sama tíma.

Ótrúlega gaman að segja frá því að Kata frá Odense (Kata tvíburi) er svo gott sem flutt á Akranes, farin að stýra heilu hóteli eins og það leggur sig bara.

Síðasta helgi fór í allsherjar marineringu. Áfengismarineringu! Var að byrja í vikufríi á fimmtudaginn, og sama kvöld eða um leið og ég var komin heim var förinni heitið á mörkina, þar sem konurnar í Norðurál höfðu ákveðið að hittast yfir bjór. Ég kíkti nú á það og svo sá ég einmitt að Kata danska hafði reynt að hringja og vildi hún fá mig með sér á mörkina sama kvöld. þannig að ég dreif hana bara með mér eftir kvennaskemmtunina. Á föstudaginn var Idolpartí hjá okkur pabba og eftir það var smá rúntur með Bryndísi. Svo hringdi Kata aftur í mig og ég kíkti yfir á Barbró um rúmlega 12 leytið þar sem Viðar maður Kötu sat yfir smá öl og settist ég og drakk með þeim hjúum eftir lokun nokkra öllara, var komin heim um 4 am. Svo rann laugardagurinn upp loksins. Þá var margt að gerast. Nýtti aldeilis daginn í það að sansa mig til fyrir jólahlaðborðið í Skíðaskálanum í Hveradölum, en vaktin mín ásamt annarri var á leiðinni þangað. Við tókum rútu og var því drukkið stíft fram að mat og yfir matnum og eftir mat. Um 12 am eftir Jólahlaðborð var förinni svo heitið aftur á skagann og á Breiðina þar sem Sálin var að leika fyrir dansi.

Annars er næsta vinnutörn að fara að taka við á föstudaginn, eða á sömu helgi og fyrsti í aðventu verður. Ég næ einu vikufríi í viðbót fyrir jól, því það vill svo skemmtilega til að ég er akkúrat að byrja þarnæstu vinnutörn þann 24. des 2004 kl. 19.00. Vildi bara deila þessu með ykkur.

bið að heilsa þar til næst.
Sólan

|

föstudagur, október 01, 2004

 
Haldiði ekki bara að það sé kominn mánuður síðan síðast. Nánast sléttur mánuður.

Það er bara búið að vera vinna vinna borða sofa og djamma í þessum mánuði. Og ekki færri en 3 djammhelgar þrátt fyrir að aðeins hafi verið 2 fríhelgar. Þetta er ungt og leikur sér, það er nokkuð ljóst.

Fór nú aldeilis á ball með á mótii sól fyrir c.a. 3 vikum. sem var mjög gaman en samt ekki í frásögur færandi nema af því að ég var einmitt á dagvöktum þá helgina. Var smá þreytt morguninn eftir, eftir aðeins 3 tíma svefn.

Helgina eftir fór ég bara á þetta sama gamla sem fer að verða soldið þreytt, hvað annað en Mörkina! Væri alveg til í að það væri meiri breidd hérna á skaganum. Annars var bara rólegt enda er ég rólyndis pía að eðlisfari.

Um síðustu helgi var slett úr klaufunum. Á margan hátt. Á laugardeginum fórum við í ferð til Reykjavíkur, ég og mútta og Ragnheiður og Bergþóra systur. Ég keypti og keypti og keypti fyrir fúlgur fjár þrátt fyirr að það hafi bara verið nokkrar flíkur. Hef keypt mér fleiri flíkur fyrir minni pening en hvað um það!
Um kvöldið var svo kíkt á mörkina hvað annað og tekið ærlegt tekíkla fyllerí. ég held að ég hafi tekið c.a. 5 stk nánast í einni runu...

... sunnudagurinn var líka ónýtur.

Ég er að fara að vinna í kvöld búin að vera í vikufríi síðan á föstudaginn síðasta. Eða svona hálfu vikufríi. Ég tók mér aukavinnu í að mála mán, - þri, og miðvikudag. Hvað gerir mar ekki fyrir peningana! En dauði og djöfull, þetta var drepleiðinlegt.

Á mánudaginn fékk ég bók í hendurnar sem ég er gjörsamlega búin að vera límd við! Da Vinci Lykillinn heitir bókin, algjör snilld og þvílík spenna. Maður sofnar helst ekki meðan maður les! Ég á ekki nema c.a. 120 bls eftir sem ég ætla að reyna að klára í dag.

Annars ekkert að ske, bara nýr mánuður að taka völdin, Idolið að byrja og ég að byrja á næturvöktum! næsti mánuður verður fljótur að líða eins og sá síðasti. Best að maður reyni að gera eitthvað af viti.

BTW ég held að ég sé ekki búin að fara í ræktina síðan ég skrifaði síðast. En er samt búin að hætta og byrja að reykja. Margt búið að ske.

Túrilú

|

fimmtudagur, september 02, 2004

 
Halló halló,

Það er aldeilis ekkert að gerast í mínu lífi um þessar mundir... eða ekkert sem manni finnst markvert. Svoldið asnalegt að blogga eftir að ég flutti heim. Enda ekkert hægt að tala vel um kæróið... eða segja frá hvað hann er búinn að gera sætt... þar sem ég á ekkert kæró lengur. (ég er ekkert bitur er það?? nei nei leiðinlegt bara).
Er reyndar ótrúlega dugleg í ræktinni um þessar mundir... reyndar bara af því ég hef ekkert annað að gera þar sem ég er búin að vera í vikufríi frá vinnunni, ég á eftir að sjá til hversu lengi það heldur að fara í ræktina á hverjum degi þegar ég byrja að vinna aftur.

Er ekki búin að gera mikið af viti, fór jú samt aldeilis á vaktargolfmót síðasta föstudag. Stóð mig bærilega, var ekki allra manna neðst og ekki neðar en 3 sæti í kvennaflokki. Gaman af því.

Er annars bara að fara að vinna um helgina og næstu helgi líka, svo kemur það í ljós hvað verður eftir það.

Túrilú

|

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

 
Síðan ég kom heim...

Hef ég farið að vinna, verið í helgarfríi og skellt mér á Arnarstapann, farið að vinna, er núna í vikufríi, og fór á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Er búin að vera töluvert pirruð.

Er ég búin að fá menningarsjokk

Er búin að fá sjokk af því að ég fékk ekki mínustölu á mínum skattaseðli (þýðir að ég þarf að borga til baka)

Er búin að fá svar við umsókn í radiograf og fékk inni, sem þýðir að ég flyt til Odense í janúar.

Er búin að fá himinháan Vísareikning, sem ég sé ekki fram á að borga

Er ekki búin að fá útborgað og sé fram á að þurfa að nota Vísa í ágúst þrátt fyrir óborgaðan reikning (dugar til svona 17 ágúst, verð bara dugleg að taka út pening fyrir restina af mánuðinum)

2. helgina í ágúst (tel ekki verslunarmannahelgina með) verður vonandi bekkjarpartí með krökkunum í bekknum mínum í grunnskóla. Þar sem ég verð að vinna á dagvöktum þá verður lítið um drykkju á mínum bæ.

Á morgun ætla ég að skjótast í bæinn og fara á kaffihús með vinkonunum frá Odense, þær eru all flestar á klakanum um þessar mundir þannig að ég vonast til að þær séu til í geim.

Þetta er svona það sem er búið að ske, og er að fara að gerast í nánustu framtíð.

Túrilú.

|

laugardagur, júlí 17, 2004

 
Ég er loksins búin að breyta fluginu mínu. Gerði það með herkjum í gær. Þannig að nú er ég komin með ákveðinn dag fyrir þá sem vilja vita. Ég flýg semsagt á miðvikudagskvöld. Á flug kl 2000 að staðar tíma og verð lent um 2100 að staðartíma.

Ég hef ekki margt að segja nema bara það að ég er búin að pakka dótinu og setja það í geymslu hjá Pétri & Co. Er að fara að skella mér í Ide møbler í dag til að versla 1 stk rúm. Það er allt brjálað í útsölum eins og er þannig að maður er almennt að lenda á góðum tíma í kaupæðinu.
 
 
Nenni ekki meir, enda ekki frá neinu að segja.
 
 

|

þriðjudagur, júlí 13, 2004

 
Ég er svoddan dundari

Og það oftast á vitlausum tíma. Var tildæmis í þessum töluðum að laga halógenlampann minn sem er búinn að vera í ólagi síðan í mars eða fyrr. Hef bara verið að nota lítinn borðlampa sem ljós á kvöldin síðustu mánuðina. Það er reyndar eitthvað í ólagi með aðra peruna, hún hlýtur bara að vera sprungin.

Er annars að pakka mínum föggum í kassa til flutnings. Er víst að leggjast í víking. Eða þannig. Júbbs. Er að fara að flytjast búferlum milli landa. Er ekki mjög ánægð með það eins og staðan er í dag. But what the fuck, ég flyt bara aftur tilbaka seinna.

Annars fór ég í mega fataverslunarferð í dag. Keypti mér flottar gallabuxur, "c.a. 5 boli þar af voru 3 "möst hef" bolir, eina þunna peysu fyrir restina af sumrinu í steikinni á klakanum og einar einhvernveginn buxur", eina flotta peysu síða fyrir veturinn, og flotta skó. 599+704+100+399=1802 dkr. Fannst það mjög góð kaup.


Jæja best að drulla sér í bólið svo ég geti nú vaknað í Ópruh á morgun. Möst að vakna með ópruh...

Btw... öllum helv heimilishjálpum er nokkuð sama þó ég vaði skítinn upp að hnjám.

Ekki getur prinsessan á bauninni farið að þrífa skítinn eftir sig sjálf!!! hvað finnst ykkur??... Öllum virðist þó vera nokkuð sama.

Túrilú

|

þriðjudagur, júní 29, 2004

 
ÓMÆGAT!

lagði mig aðeins í hálftíma kl 4 . Svaf í 2 tíma! haldiði að það sé... mega þreytt. Eftir hvað??? hef eki hugmynd. Ætli ég sé ekki bara þreytt á draslinu í kringum mig.
Í kvöld er ég að fara upp á Banegárd til að taka á móti Pétri Ott og fjölsk. Þau ætla að vera í íbúðinni hjá Óla og Siggu í nokkra daga, eða þar til þau fá húsið sitt og húsgögn.

Ég er svöng.... hvar er heimilishjálpin???

|

mánudagur, júní 28, 2004

 
Halló,

Ekkert merkilegt að ske, er ekki komin með fasta vinnu og er ekki búin að fara í vinnuviðtal hjá kommúnunni vegna þess að ég er búin að vera í Rynkeby á föstudaginn og í dag, svo fer ég aftur á morgun. Er að vinna við að flokka djús eftir lotunúmerum... bjakk... en þetta er jú vinna.

Helgin, ég fór jú í mjög skemmtilegt partí á föstudaginn hjá Bryndísi og Gumma. Þar var fullt af skemmtilegu fólki og farið var í grænmetisleikinn.. mjög gaman að sjá Thomas vera að bera fram íslensk grænmetisnöfn með varirnar fyrir tönnunum. Laugardagurinn greinilega merki um þynnku enda gat hvorugt okkar hreyft okkur. Við drusluðum okkur reyndar í bíó um kvöldið á "The Day After Tomorrow". Frekar ótrúlegur söguþráður en hvað um það... þriðji heimurinn á alveg eftir að taka hinn vestræna heim að sér! jé ræt!!!!

Ég talaði svo við Bryndísi í heila tvo tíma og meira en það í gærkvöldi, var nýbúin að kaupa símkort á 100 krónur sem gerir mér kleift að tala til Canada í 681 mínútu. Annars var bara mikið skrafað og bara gaman að því. Ég þarf næstum að hringja í hana daglega og tala við hana klukkutíma til að nota þetta kort sem ódýrast. Ég gat nefninlega bara talað til Íslands í 372 mínútur.... ótrúlega dýrt! :)

Núna sit ég heima og er að hugsa hvað ég eigi að borða á meðan ég bíð eftir paradise hotel! Sem betur fer er druslan hún Toni farin... en þið sem eruð búin að sjá eitthvað meira en það... gjöra svo vel að halda KÁ JOÐ A EFF TÉ I!!!

Meira hef ég ekki að segja... nema að ég er svöng og vantar heimilishjálp!

Túrilú

|

mánudagur, júní 21, 2004

 
update update!!!

við Thomas erum búin að panta miða til íslands. Við ætlum að vera í 2 vikur, frá föstudeginum 27.08 til föstudagsins 10.09. Það verður lekkert. Hann er farinn að hlakka töluvert til og ég líka.

Á laugardaginn komu svo Hanna & Co í stutta heimsókn. Þau fengu nýbakað brauð, og nýjar vöfflur.... júbbz hún getur þetta stúlkan (ég sko). Þau voru búin að vera á jótlandi í nokkra daga og voru meðal annars í Lególandi í heilan dag og voru svo á leið til sjálands aftur, þar sem þau ætluðu að eyða sunnudeginum í það að keyra yfir ermarsundsbrúnna eða hvað sem hún heitir (brúnna sem fer til svíþjóðar) áður en þau færu í flug. Mjög gaman. Ég fékk að prufa Dagbjörtu Líf litlu. Hún er algjör dúlla en hún grenjaði á mig. Á MIG. Hanna þarf eitthvað að ala hana betur upp! :) Ég var samt fjarskafalleg, því hún brosti þegar hún var í fanginu á foreldrum sínum.

Jæja ég ætla að fara að koma mér heim núna. Er heima hjá Thomasi, hef ekki nennt að drulla mér fram úr fyrr en nú því að það er svo mikið rok. eða það var svo mikið rok allavegana.

Bryndís mín, ég veit að þú varst að reyna að hringja í mig um síðustu helgi, (fyrir viku) ég ætla að prufa að slá á þráðinn á næsta laugardag. Ef þú verður ekki heima þá máttu láta mig vita.

Túrilú

|

laugardagur, júní 19, 2004

 
Jæja nú er ég næstum ein í heiminum. Ragnheiður er farin, fór á fimmtudaginn og Óli bró fer um næstu helgi. Og þá verð ég ein í heiminum.

Annars var vikan frekar fljót að líða.
Mánudagurinn og þriðjudagurinn fór í að læra fyrir munnlegaprófið á dönskunámskeiðinu. Og hvað... jú ég náði, bæði skriflega og munnlega. Nú þarf ég bara að fara í tíma á þriðjudaginn og þá fæ ég einkunnina. Hefði sennilega fengið hana á fimmtudaginn ef ég hefði farið í tíma. En ég fór í staðinn til Kaupmannahafnar með Ragnheiði þar sem hún átti flug um kvöldið.
Við lögðum af stað rétt um 10 því við ætluðum að eyða deginum í Tívolíinu. Þrátt fyrir versta veður ever þá var mjög gaman. Það rigndi eldi og brennisteini. Við keyptum okkur Túrpassa sem var töluvert dýr en borgaði sig upp því við eyddum deginum í öllum dýru og stóru tækjunum. Fórum í gyllta turninn, drekann, pendúlinn, rússíbanann, valhöll og djöfulinn. (Den gyldne tårn, dragonen, monsunen, rutchebanen, Valhalla Borgen og dæmonen). Stelpurnar, Ása vinkona Ragnheiðar var með okkur, fóru auðvitað í fleiri tæki, en ég sem lífsreynd ung kona fannst þetta töluvert nóg fyrir mig.
Við fórum reyndar aðeins upp á strik áður en við fórum í tívolíið en það var meira svona svo við þyrftum ekki að bíða eftir að tækin myndu opna í tívolíinu.
Um fimmleytið vorum við búnar að fá nóg og fórum upp á kastrup. Ég fékk að fylgja Ragnheiði að flugvélinni svo hún myndi nú ekki villast stúlkukindin. Þar sem ég fékk að fara inn í flugstöðina þá mátti ég ekki fara af staðnum fyrr en flugvélin fór í loftið. En það var svosem allt í lagi, þýddi bara að ég var komin seinna heim. Þegar ég var svo kkomin til Odense þá komst ég að því að strætóarnir væru nýfarnir og myndu ekki koma aftur fyrr en eftir klukkutíma, þannig að ég skellti mér upp í taxa þar sem ég nennti ekki að bíða meira þetta kvöldið. Það var frekar huggulegt að vera komin heim til Thomasar um 10 leytið í staðinn fyrir rétt um hálf tólf. Helv strætóar!

Í gærkvöldi náði ég loksins Söru úr fangi efnafræðinnar. Er með nett samviskubit en það gleymist þegar ég hugsa til að hún fékk að borða í staðinn fyrir að morkna yfir bókunum. Við sátum og átum, og létum imbann mata okkur á meðan við töluðum saman. Huggulegt.

Í dag ætla svo Hanna Þóra & Co að kíkja við hjá mér en þau eru víst í Århus núna og fara svo til köben í kvöld. Þura heimtaði pönnukökur en ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í því þar sem ég hef ekki pönnukökupönnu. Ég stel kannski bara pönnu hjá Siggu og Óla ef þau eiga eða þá að ég baki vöfflur. Það verður nú eitthvað spennandi hvað kemur út úr því. Annars ætlar Thomas að koma til mín í kvöld held ég eða þá að ég fari til hans. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig það verður. En nú hugsa ég að ég fari að taka til því það er jú þegar allt kemur til alls, Hanna Þóra sem er að koma í heimsókn. Og þið vitið nú hvernig Hanna er, allt á réttum og vissum stað. :) það er líka soldið skemmtilegt að hafa hreint í kringum sig þegar það koma gestir, sérstaklega þegar það koma gestir frá útlöndum. En annars er ég alltaf sami djös draslarinn.

Jæja Sigga mín, þetta hlýtur að vera nóg í bili.

|

laugardagur, júní 12, 2004

 
Mér datt í hug að kíkja aðeins inn á spámanninn áðan.
Hugsaði um skóla og dró spil:

X - Hamingjuhjólið

Þegar þú ert heil/l gefur þú og það veitir þér gleði. Það er kærleikur.

Örlögin ráða ríkjum hér. Atburðir framtíðar munu koma þér ánægjulega á óvart þar sem framtíðin færir þér vissulega betri tíma.

Heppnin eltir þig uppi og sér til þess að hamingjuhjólið snúist þér í hag. Endir verður á erfiðleikum og ónotum. Almenn vellíðan er svarið við spurningu þinni.

Hamingja þín styrkir vissulega og glæðir líf þitt og þeirra sem skipta þig máli. Leyfðu hlutunum að vaxa og bera góða ávexti.

Þú veist að göfgi verður að fylgja göfugum tilgangi og skrefin sem þú stígur um þessar mundir vísa þér á næstu skref inn í hamingjuna

|

fimmtudagur, júní 10, 2004

 
Ragnheiður systir er í heimsókn

Og þá er búið að bralla alveg HEILMIKIÐ. Nei það er skammarlegt hvað við erum búin að gera lítið.

Á mánudaginn þegar hún kom átti ég nú afmæli og var búin að baka nokkrar sortir í tilefni þess. Var reyndar soldið sár yfir því hversu margir gleymdu mér en það verður fólk að eiga við sig. En hvað um það. Þegar hún kom þá voru Ásrún og Röggi og Hafdís Fía einmitt í smá kökuáti. Og Thomas var nottlega líka. Svo kom þriðjudagur og ég reif hana upp á rasshárunum upp úr rúminu kl hálf 10. Við keyrðum niður í bæ og ég keypti mér aldeilis fína línuskauta (enliners). Við tókum smá rúllurúnt og svo þurfti nottlega Óli að prufa líka, og gaman að segja frá því að hann datt en ekki ég. Ég fór svo í sprogskólann en þau systkinin tóku hjólarúnt niður í bæ og svo hjóluðu þau meðfram ánni og í gegnum Fruens Bøge til baka.
Í gær var útlit fyrir rigningu en samt var 20 stiga hiti. Við tókum hjóla túr niður í bæ þar sem ég keypti sólgleraugu og hlýrabol í H&M. Ragnheiður keypti undirföt í skemmtilegum litum og maskara. Svo þegar við komum heim til Óla eftir bæjarferðina þá var Óli kominn heim og byrjarður að taka til. Eftir tiltektina fórum við í rós og keyptum í matinn.
Ég fór svo heim til Thomasar, þegar ragnheiður og óli fóru út að hlaupa! Haldiði að það sé dugnaður??? Út að hlaupa! Ég hjólaði reyndar aðeins áleiðis með þeim og ragnheiður fór á línuskautunum.

Í morgun vakti ég ragnheiði kl 8 og það tók þvílíkan tíma. Ég held að ég hafi staðið fyrir utan dyrnar í allavegana 5 mínútur áður en hún drattaðist á fætur. Það er geggjað veður og erum við búnar að taka einn rúnt á línuskautunum. Ég er búin að panta tíma hjá sagsbehandlernum mínum, svo ég komist í atvinnubóta vinnu sem fyrst. Klukkan 5 fer ég svo í próf í sprogskólanum og eftir það þá ætla ég að hitta nokkrar dömur sem ætla að taka sér smá frí frá próflestri á kaffihúsi niðri í bæ. Ég ætla svona aðeins að fá að hitta þær áður en þær fara allar á klakann í sumar.

Jæja ég ætla að fara að kíkja aðeins á efnið fyrir prófið í kvöld. Og ath hvort maður geti notið góða veðursins á meðan það er.

Hyg jer

|

laugardagur, júní 05, 2004

 
Dagurinn í dag fór í ferðalag.
Við Thomas vöknuðum um 9 og fórum strax í það að gera okkur klár fyrir lestarferð á ströndina. Við óðum af stað rétt rúmlega 10 út á lestarpall því við ákváðum að eyða deginum í Svendborg, enda var æðislega gott veður. Við byrjuðum á því að labba smá rúnt um bæinn en því hefðum við aldeilis betur getað sleppt því, því bærinn var gjörsamlega líflaus. Þrátt fyrir að í dag hafi verið gott veður, og þjóðhátíðardagur Dana þá voru allir íbúar Svendborgar farnir eitthvað í burtu eða héldu sig innandyra. Það voru ekki einusinni 50 manns á ströndinni þegar við loksins komum okkur þangað. Það var svosem allt í lagi, meira pláss fyrir okkur. Sólin náði aðeins að baka okkur, svona á milli þess sem skýjabakkarnir komu. Um 3 leytið vorum við komin með nóg af sólinni, skelltum okkur í bæinn aftur og fengum okkur þessa fínu borgara. Um rúmlega 5 vorum við svo komin í menninguna í Odense.

Gærdagurinn var töluvert afkastasamur líka. Þá fengum við lánaðan bílinn hjá Óla og skelltum okkur í Bilka og Jysk og svo aðeins í miðbæinn. Í Jysk sængetøjslager ætlaði ég mér aldeilis að gera góð kaup í litlum sólstólum. Ég hefði betur sleppt því að eyða c.a. 70kr fyrir stykkið. Ég er jú um 65+ kíló og þetta drasl brotnaði... þannig að mánudagurinn fer í að reyna að skila þeim og taka svo á móti Ragnheiði.
Svo eldaði ég líka smá mat í gær og bauð Óla að koma að borða. Greyið er alveg að morkna úr leiðindum eftir að Sigga sín fór.

Á morgun hef ég hugsað mér að gera eitthvað sniðugt. Eins og tildæmis að losa stífluna í niðurfallinu í sturtunni... ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því en þá er aldeilis ágætt að ég er með karlmann upp á arminum. Kannski reyni ég að taka aðeins til í bókahillunni minni og snúa bakhliðinni við. Aldrei að vita nema maður baki eina draumaköku eða svo... En svona er nú það!

Hyg jer

|

laugardagur, maí 29, 2004

 
Ég kláraði bókina fyrir nokkrum mín (ég hef ekkert annað að gera það er nokkuð ljóst), og rakst aðeins á einn kafla sem er þess virði að bögga ykkur með. Hann fjallar um misskilning og það var eitthvað sem ég á mjög auðvelt með að gera, misskilja mann og annan.

Misforståelser
Hvis man ikke taler så godt dansk, kan der ske misforståelser under samtalen. Derfor skal man hellere spørge en gang for meget end en gang forlidt, hvis man er usikker på, om man har misforstået hinanden. Mange - både danskere og udlændinge bruger at sige "ja,ja", hvis de ikke helt forstår hinanden for at få den anden til at stoppe samtalen. Man skal huske, at fordi nogel siger "ja,ja" betyder det ikke altid, at budskabet er nået. Måske er den, der lytter, bare høflig og vil ikke sige, at han ikke forstår. ...


Svo vil ég bara minna fólk á að gera grein fyrir sér í commentunum. Það fer hver að vera síðastur að vera númer níuþúsundogeitthvað og þessvegna væri mjög gaman að fá að vita hver er númer tíuþúsund. Ég hef ákveðið að kíkja ekkert inn á síðuna meir í dag svo ég verði það ekki sjálf.

|  
Nú á aldeilis að breyta um útlit!

Ég tók loksins af skarið og pantaði mér tíma í klippingu á stofu hér í nágrenninu. Klippingin kostar aðeins 170 kr í staðinn fyrir 330kr. Það kalla ég stór sparnað. Það vill svo til að ég hef ekki farið í klippingu síðan á Mozart 20 des 2003 þannig að mér finnst vera kominn tími til. En alveg róleg öll sömul. það verða engar drastiskar breytingar svosem, aðeins að taka klofnu endana og að fá einhverja nýja lögun á hárið. Ég hef ekki í hyggju að klippa mig stutt aftur.

Eftir síðustu helgi varð ég hrikalega slæm í öxlunum eftir saumaskapinn. Og er reyndar búin að vera með króníska vöðvabólgu síðan. Þannig að ég komst að því að ég má ekki sauma tvo heila daga í röð en það hlýtur að blessast ef ég sauma í nokkra tíma í senn. Það er ömurlegt að finna loksins eitthvað hobbí og geta ekki stundað það vegna "áverka" marga daga á eftir.

Nú er brjálað gott veður þannig að ég ætla að hafa smá hyggestund, skella mér í stuttbuxur og setjast út á teppi og sauma soldið. Það er jú löng helgi (frí á mánudaginn). Svo í kvöld ætla ég að hitta Gumma og Bryndísi og við ætlum á útibíó við Brandts klædefabrik. Anger management verður sýnd sem er gott mál því ég á eftir að sjá þá mynd.

Hins vegar ef ég verð leið á því að sauma þá er ég komin með tvær bækur sem ég þarf að lesa fyrir 17. júní. Önnur er algjör snilld og fjallar um jú óskrifaðar reglur í danmörku. Ég er aðeins byrjuð á henni og fyrstu blaðsíðurnar fjalla um það sem maður verður að virða þegar maður hefur samskipti við danina. Hér kemur einn kafli sem mér finnst alveg snilld og fjallar um það að koma of snemma þegar maður er boðinn í mat eða heimsókn til danskrar fjölskyldu.

For tidligt
Det er meget uhøfligt at komme til aftensmad før den aftalte tid. Værten har travlt med at gøre klar. I Danmark skal bordet nemlig være dækket og maden klar, når gæsterne kommer. Mange vil også gerne have, at hjemmet er pænt gjort rent og ryddet op, inden gæsterne er der.
Hvis man kommer før tiden, er værten måske ikke færdig med at lave mad. Bordet er ikke dækket, [tetta finnst mér best] børnene er ikke vasket, og der er rodet i stuen. Så bliver de fleste danskere irriterede. De vil gerne have, at de er klar til besøget, inden man kommer. Måske tænker du nu, at det passer ikke. Måske er du selv kommet for tidligt en gang hos en dansk ven, og han belv ikke irriteret. Måske inviterede han dig ind med et stort smil. Her skal du vide, at de ikke smiler, fordi du har gjort det rigtige. De smiler, fordi det er uhøfligt i Danmark at vise, at man bliver irriteret. [Eru danirnir ekki bara yfirbordskenndir?] De fleste danskere vil smile og sige velkommen, hvis man kommer for tidligt. Måske vil de sige: "kommer du allerede? Det var først kokken 19." Men de vil invitere gæsten indenfor og vise ham ind i stuen. Hvis man opdager, at man er kommet for tidligt, kan man tilbyde at gå en lille tur og komme tilbage senere. Det er høfligt. Men de fleste danskere vil sige, at man bare skal komme ind.Svo er einn annar texti sem fjallar um hvenær maður á að segja tak. Og það er gott að það er búið að skrifa smá texta klausu um þetta því í öðrum löndum segir maður ekki takk eða hvað??

Tak
"Tak" er et godt ord at kende, når man bor i Danmark. Når man tager på besøg, har man brug for ordet tak mange gange. Når man svarer på invitationen, siger man: "Tak for invitationen, jeg vil gerne komme." Når man kommer, afleverer man gaven, og siger måske: "Tak, fordi jeg måtte komme." Når gaven er åbnet, siger værten: "Tak for gaven," og man siger: "Det var så lidt" eller "velbekomme." Når man er færdig med at spise siger man: "Tak for mad. Det smagte godt." Danskerne lærer også deres børn at sige: "Tak for mad" meget tidligt (Tad gera Íslendingar tildæmis ekki :)). Allerede når børnene er 4-5 år, husker mange børn at sige det efter maden. Når festen er slut, siger man: "Tak for i aften. Det var hyggeligt." Og næste gang man taler med personen, siger man: "Tak for sidst."

Det kan måske virke skørt mad alle de gange, vi siger "tak". Men det er høfligt og venligt. Man viser, at man husker besøget og er glad for det. Man kan gøre værten ked af det, hvis man glemmer at sige: "tak for mad" eller "tak for sidst. Værten vil måske tænke: " Han kunne ikke lide min mad", eller "han er ligeglad med, at jeg har inviteret ham. Måske har han glemt besøget. Var det noget i vejen`" I danmark er tak en slags accept af personen, og det han eller hun har gjort. Man skal derfor hellere huske et tak for meget en et tak for lidt.


Svo er smá svona yfirlitslisti:
Tak ved et besøg
1. Tak for invitationen
2. Tak fordi jeg måtte kome
3. Tak (når værten siger "værsgo"
4. Tak for mad
5. TAk for i aften
6. Tak for sidst

Tak i andre situationer
1. Når man har lånt noget, siger man "tak for lån"
2. Når man modtager noget siger man "tak"
3. Hvis nogen hjælper, siger man "tak for hjælpen"
4. Hvis nogen tilbyder noget, siger man"ja, tak" eller "nej, tak"
5. Hvis nogen holder døren for én, bæerr en barnevogn, rejser sig i bussen eller på anden måde er høflig, siger man "tak"


Þið getið byrjað að hlakka til að fá fleiri svona pistla þeir hljóta að koma í unnvörpum ef restin af bókinni er eins og byrjunin.

|

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér síðustu daga hvaða daga ég eigi að taka mér frí í júní þegar Ragnheiður sys kemur í heimsókn. Það virðist ekki vera vandamál lengur þar sem ég fékk uppsagnarbréf í pósti í dag!!! Helvítis aumingjar að geta ekki staðið við það að ég fái vinnu út ágúst eins og yfirmaðurinn reiknaði með! Uppsagnafresturinn er ein vika og ég á því ekki að mæta í vinnuna þann 7. júní... djífokking greit! Atvinnulaus á afmælisdaginn! það er verra en að vera að lesa undir próf þegar maður á afmæli!

Þar sem ég var heima hjá Thomasi í nótt og bréfið kom með póstinum í dag þá er ég búin að vera í vinnunni eins og hálfviti í dag, allir vissu greinilega að ég væri rekin nema ég! Það voru fleiri reknir en ég bara svo ég taki það fram. Mér fannst nefninlega mjög merkilegt í dag að það sagði ein mér að hún hafi fengið uppsagnarbréf í hendurnar í gær og ég eins og álfur út úr hól sagði að það væri nú eiginlega búið að lofa mér vinnu fram í ágúst! Fíflið ég!! Hefði átt að halda kjafti! Nú er ég svo brjáluð að það er engu lagi líkt!

túrílú

|

þriðjudagur, maí 25, 2004

 
Alveg er ég búin að láta taka mig í rassgatið í dag...

það var mæting í vinnu kl 4 í morgun. Fokking FJÖGUR, fire, four, vier, quatro (ég kann ekki á fleiri tungumálum). Þar sem ég var með varann á í gær þá sagði ég að ég kæmi sennó ekkert fyrr en kl 5 sem er allt í lagi því við þurfum ekkert að mæta fyrr en 6 vanalega. Ég hef nú aldrei verið sérlega dugleg við að mæta á þeim tímum sem ég segist ætla að mæta á og mætti því klukkan hálf fimm. (ég fékk sennó einn plús í kladdann held ég). Þar sem ekki eru fleiri get mee heima á pkm þá þurftum við á Lumby Holm að pakka tvöfaldann skammt (okkar "venjulegu" pantanir og þær sem þau heima á pkm pakka). Og það var brjálað að gera. Ég var gjörsamlega komin með nóg kl hálf fjögur og þá smúttaði ég. Ég gat ekki hreyft mig í öxlunum, var þreytt og geðveikt svöng. Já svöng því það er ekki hugsað voðalega vel um starfsfólkið þegar það er yfirvinna. Þá er bara málið að vinna og vinna pakka og pakka þar til allt er búið. Fékk ég því ekkert að borða frá því rúmlega níu í morgun þar til ég var komin heim til mín rúmlega fjögur í dag. Merkilegur andskoti. Um hálf þrjúleytið var ég orðin svo pirruð og þreytt að mig langaði til að fara að grenja, en gerði það samt ekki heldur tók það út á plöntunum. Henti þeim gjörsamlega í kassana var ekki að passa upp á rankana (greinar eða hvað sem það heitir á íslensku Gummi verður sennilega sá eini sem skilur ef hann les:)). Og ekki nóg með að ég var slæm við plönturnar heldur gerði ég í því að hafa hávaða þegar ég tók tómu kassana af konteinerinum og skellti þeim á borðið eða í gólfið. Fólk var virkilega farið að varast það að vera í kringum mig. Mér finnst það merkilegur fjandi að fyrirtækjaeigendur geti ekki passað upp á starfsfólk sitt betur en svo að panta ekki brauð á svona dögum. Ég meina maður býst alls ekki við því að þurfa að vinna lengur en til 2 og auðvitað lifir maður það af með einn kaffitíma. En þegar það eru c.a. 100 konteinerar eftir kl 2 og yfirmenn sjá fram á að fólk þurfi að vera a.m.k. 3 ef ekki 4 tíma í viðbót þá eiga þeir að skutlast út í bakarí og kaupa brauð.

Heppilegt er að Thomas ekki skilur það sem ég skrifa núna, því hann varð frekar fúll í gær þegar ég sagði að ég ætti helst að mæta kl 4 í nótt. Ég skil hann nú frekar vel því ég er alltaf drulluþreytt þegar við hittumst. Þarf líka helst að vera sofnuð kl hálf 9 til að fá c.a. 7 tíma svefn.

Annars er töluvert gaman að segja frá því að við áttum árs sambandsjubileum í gær. Jábz síðasta ár er búið að vera svooooona fljótt að líða. Við gerðum okkur glaðan dag með því að labba saman út í nettó og kaupa í lasagna og með því (geðveikt rómó :) hehe). Horfðum svo á myndina "blinkende lygter" meðan við borðuðum. Mjög góð mynd og frábær matur og æðislegur félagsskapur. Jæja mússí mússí.

Ég er að skrópa í dönskutíma í þessum töluðum orðum. Er líka á leiðinni út í brúgsen til að geta smurt eitthvað nesti í fyrramálið. Ég þarf btfw ekki að mæta fyrr en kl 6. Ég held að bossinn hafi ekki þorað að segja mér að mæta fyrr ég var frekar súr á svipinn þegar ég spurði hana hvenær ég ætti að mæta. Men nú ætla ég í þvottahúsið.... ég á engin hrein föt fyir morgundaginn... Svo út í brúgsen og svo ætla ég að fara að sofa.... klukkan er að verða hálf 7 pm. hún er allt of margt!!!

Ekki vera feimin... ég get ekki bitið í gegnum kommentakerfið

|

laugardagur, maí 22, 2004

 
"Ein ég sit og sauma
inn í litlu húsi,
enginn kemur að sjá mig
allir eru í próflestri

hoppaðu upp á hjólið
og kíktu í heimsókn
ég á baileys
fáum okkur sopa
því það er huggó að drekka það saman!!!"


Þið sjáið hvað ég er ótrúlega eirðarlaus! Aumingja ég að vera að vakna upp þegar enginn er í djammfíling eins og ég!

Ég er búin að sitja og sauma svona krosssaum (eða bródera heitir það víst á dönsku), síðan hálffjögur. nú er kl 7 og ég er svo mikið til í að komast út úr húsi í nokkra tíma! Einhver að hringja og koma með tillögur mob: 20295274 Tlf: 66191428

|  
Ég veit ekkert hvað e´g á að skrifa hingað inn.

Heiður og Sigga fóru til Íslands á föstudaginn og get ég ekki einusinni eytt tímanum lengur í það að leika við Heiði. Hún vildi ekki gefa mér knús þrátt fyrir það að ég reyndi að heilaþvo hana alla vikuna á undan að hún yrði að knúsa mig í bak og fyrir alla daga áður en hún færi. Hún er ekkert að láta plata sig stúlkurófan!

Gleðin tók völdin strax á föstudeginum þegar ég fékk pakka í hendurnar frá póstinum. Ég fékk tvær útsaumsmyndir og harðfisk og Djúpur poka (sem hvarf bara áður en ég vissi). En auk þess sem ég fékk þá fékk Thomas líka einn ammælispakka, (og hann veit ekkert hvernig hann á að vera þegar hann fær pakka frá tengdó), og hann þakkar mikið og vel fyrir bókina mamma. Svo er einn frekar stór og þungur pakki til Siggu, sem bíður sennilega bara eftir að annaðhvort óli komi og sæki hann eða ég sendi til baka með ragnheiði í júní eða með póstinum núna í vikunni.

Ég ætlaði að vera hyperdugleg og drífa mig út í bilka og rós í dag, en nú er klukkan orðin 2 og égg nenni sko engu, það rignir alveg eins og hellt sé úr fötu. Ég hugsa að ég fari lengst út í brúgsen og kaupi mér nammi og hangi heima og saumi út. Það er líka lang skemmtilegast.

túrílú

|

mánudagur, maí 17, 2004

 
Hó hó, ég átti nú bara í erfiðleikum með að geta póstað eitthvað! Það er aldeilis búið að breyta bloggernum!

Það er ekkert mikið búið að gerast hjá mér síðustu vikuna, nema það að ég fékk að vita að ég á að fara í skriflegt próf þann 12. júní í dönskuskólanum, því ég er eiginlega of góð fyrir þennan hóp! (það var þá kominn tími til að ég væri góð í einhverju)

Vinnan í vikunni sem leið var ekki uppörvandi! Akkúrat ekkert að gera vegna kulda í evrópu og var ég þá send í að stinga kaktusstiklingum í pott á fimmtudag og föstudag. Það var í einu orði sagt ÖMURLEGT!!! Ég bað yfirmann minn vinsamlegast um að senda mig ekki þangað aftur. (Frekt hugsar pabbi örugglega, en nei ég nenni ekki að vera yfirfull af vöðvabólgu dag eftir dag vegna hreyfingarleysis. Þessi vinna er nefninlega unnin þannig að þú tekur kannski eitt skref til hliðar á fimm mínútna fresti en annars eru hendurnar í aðalhlutverki, og oft þarf maður að vinna í asnalegri borðhæð og bogra yfir borðinu)

Helgin var þeim mun yndislegri. Ég horfði auðvitað á brúðkaup á föstudaginn þegar ég kom heim. Prinsinn minn kom og eldaði fyrir þreyttu gömlu prinsessuna sína. Mússí mússí!
Á laugardeginum hafði ég ákveðið að vera svoldið dugleg í tiltekt því að sú athöfn hefur eitthvað farist fyrir síðasta hálfa árið eða svo. Og hún beið einn dag enn! Ég hringdi í Óla og Siggu og þau voru akkúrat á leið í bíltúr (heppilegt að sleppa við tiltekt) og fékk að fljóta með. Við fórum og skoðuðum Egeskovsslot, sem er vinsæll túristastaður. Það var mjög gaman. Það er líka mjög flottur kastalinn á Egeskovjörðinni, svo eru fullt af söfnum, 2 völundarhús, leikvöllur, maður getur labbað í trjánum og margt fleira!
Þar sem laugardagurinn var júróvísion kvöld þá mættum við Thomas í partí til Óla og Siggu um kvöldið (ég borðaði reyndar en það er annað mál) og fylgdumst með keppninni. Við hlógum mikið af því að danskurinn komst ekki einusinni í úrslitakeppnina en hefðum kannski betur sleppt því því að við íslendingar verðum greinilega að mæta í undankeppnina á næsta ári. Thomas segir að það sé íslendingum að kenna að danir voru ekki með því það var nú hálfur eða heill íslendingur sem söng fyrir hönd dana! En það eru bara rök sem fara "inn um eitt og út um hitt". Maður ansar ekki svoleiðis vitleysu.

Sunnudagurinn fór í það hinsvegar að taka til og skúra, og að auki þá bakaði ég tvö brauð og eina köku. Og allt á 3 tímum. (stúlkan er dugleg þegar hún tekur sig til og nennir). Um kaffileitið komu svo Thomas, Óli, Sigga og Heiður í brauð og köku og mjólk. Eftir það tókum við öll smá rúnt á meðan við vorum að bíða eftir að Benneweis Cirkusinn byrjaði. Það var mjög góð skemmtun. c.a. tveggja tíma prógram með hundum, póníhestum, fílum, 13 ára "halda 9 boltum á lofti" strák, trúði, pari sem var töluvert fljótt að skipta um föt, og "hátt uppi í lofti línudönsurum".

Semsagt ágætis endir á annars mjög leiðinlegri vinnuviku.

Þessa dagana er Thomas að skrifa prófverkefni þannig að hann verður mjög pirraður þegar ég hrýt á nóttunni, ætli það leiði ekki til þess að ég sé hann ekkert í þessar tvær vikur sem það tekur hann að skrifa þetta verkefni. Hann ætlar samt að bjóða Óla og Siggu í mat núna á miðvikudaginn, því Sigga og Heiður eru að fara heim á föstudaginn... í þrjá fokkings mánuði! gaman!
Ragnheiður systir er að koma í heimsókn þann 7. júní og verður til 17. Ég er í því að reyna að finna eitthvað skemmtilegt að gera fyrir okkur. Ég hugsa að við gætum tekið einn dag í að vera á ströndinni, annað hvort við svendborg, faaborg eða kerteminde. Svo er ég að pæla í að fara með hana í einhvern skemmtigarð ef hægt er. Ég fór í dag upp á túristainfoskrifstofuna og bað um bækló fyrir "sommerland" (þeir heita þetta allir skemmtigarðarnir) í danmörku. Ég fékk ekki nema c.a. 15 stykki!!! Það er aldeilis margt um að vera sem maður ekki veit af!.

Núna ætla ég að fara að slefa í koddann, kannski dreymir mig það sama og mig dreymdi í nótt! Ég held að það hafi verið ákveðið fyrir mig í draumnum hvað það er sem ég á að læra! Ég er allavegana búin að hugsa um lyfjafræði í allan dag!

Vi ses

|

sunnudagur, maí 09, 2004

 
You Are a Natural Beauty!


You're the kind of beauty that every guy dreams about...

One that looks good in the morning - without a stich of makeup

That's doesn't mean you're a total hippie chic though

You have style, but for you, style is effortless
Það er huggulegt að vera ég!!!

|

miðvikudagur, maí 05, 2004

 
Ég lenti í aldeilis fyndnu tilviki
...þegar ég hlammaði mér niður í stólinn og kveikti á sjónvarpinu. Það var nefninlega þáttur á DR1 um ekki leiðinlegra efni en íslensku sauðkindina!

En nóg um rollur....

Helgin
Eftir stuttan vinnudag á föstudaginn (frá 5 til 2) þá fórum við Thomas til Kaupmannahafnar þar sem við ætluðum að gista tvær nætur hjá vini hans og kærustu og auðvitað til að hitta tengdó. Við vorum í köben um kl 8 um kvöldið þar sem Torben sótti okkur upp á banegård og fylgdi okkur heim. Fljótlega fórum við í rúmið því allir voru frekar þreytuleg að sjá. Á laugardeginum fórum við af stað með lestinni því við áttum að mæta í hádegismat hjá tengdó (var meira svona hádegisammæliskaffi fyrir Thomas því hann átti ammæli á mánudaginn). Godt så! Við vorum þar í c.a. 3 tíma og þá hittum við Torben niðri á fredriksberglestarstöðinni og röltum svo um í c.a. tvo tíma. Keyptum meðal annars uppáhaldsmyndina mína (Crazy/Beautiful) og "besta ísinn sem finnst í öllum heiminum (quote Thomas)" ísinn er ítalskur! hann hefur ekki kynnst kjörís það er nokkuð ljóst. Svo vildi Torben endilega fara inn í búð sem selur eingöngu súkkulaði það var svo sem í lagi því þeir sem þekkja mig vita nokkuð vel að ekki er hægt að halda súkkulaði langt frá mínum fingrum. Eftir þetta fórum við heim til torbens aftur því hann ætlaði að elda fyrir okkur og eftir það fórum við á myndina "big fish" þar sem ég svaf yfir alla myndina þá veit ég ekkert hvernig hún er.

á sunnudeginum fórum við um 11 leytið niður í bæ og löbbuðum strikið og nyhavn og fórum á ráðhúspladsið.
Strikið: í minningunni þá var það töluvert lengra en á sunnundaginn. Annað hvort er búið að kötta aðeins af því eða þá að það tók bara svo langan tíma að brölta það hér á árum áður. Það skildi þó ekki vera að félagskapurinn hafi verið verri í fyrri skiptin sem ég hef gengið það.
Nyhavn: Það var eiginlega vegna minnar óskar sem við löbbuðum niður að nyhavn. Nú eru svaka framkvæmdir þar og það er ekki sérlega heillandi að vera þar í huggulegheitum því það er verið að breikka bryggjuna. Svo var líka frekar skítugt þar. En í blíðunni var fólk almennt ekki að láta það á sig fá. Öll kaffihús yfir full og hvergi borð að fá.
Ráðhúsplaðsið: Þar var fólk að safnast fyrir í frekar hlægilegum tilgangi. Jú hvaða tilgangi?? Það var alþjóðlegur hlátursdagur. Það kom maður upp á sviðið í frekar hlægilegum röndóttum jakkafötum... hann reyndar sagði ekki mikið fyndið en það átti að hlægja vel og lengi... við nenntum því ekki.
um 3 leytið fórum við svo heim til Odense með lestinni.

Á mán átti Thomas svo afmæli, hann varð 27 ára kallinn. Við fórum út að borða á mjög góðum stað.. god það var svo góður matur.

nú ætla ég að fara að elda mat... Thomas er líka kominn í heimsókn....

|

mánudagur, apríl 26, 2004

 
Dammdammdammdamm dammdammdadammm


You Are A Woman!


Congratulations, you've made it to adulthood.

You're emotionally mature, responsible, and unlikely to act out.

You accept that life is hard - and do your best to keep things upbeat.

This makes you the perfect girlfriend... or even wife!
Are You a Girl or Woman? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

 
Ég er byrjuð í skóla!!!

Ég byrjaði dönskunámskeiði í dag og í tilefni þess ætla ég að segja ykkur frá 22 óskrifuðum reglum fyrir innflytjendur eða flóttafólk í Danmörku. Þið fáið að láta reyna á dönskukunnáttu ykkar.

22 uskrevne degler for invandrere/flygtninge i Danmark

1. man må ikke kritisere dansk kultur eller religion.
2. man må ikke sige, at dansk mad er kedelig.
3. man må ikke rose sig selv (hrósa)
4. man må ikke rose sine børn foran andre.
5. man skal helst snakke om emnerne - skat, dårlig økonomi og ny bil.
6. man skal være beskeden i gruppesammenhæng. (hógvær)
7. man skal lade som om man har check på det hele.
8. man skal ikke snakke om success på arbejde.
9. man skal ikke tro man er noget.
10. man skal ikke købe noget dyrt, i alt fald ikke prale med det - i givet fald " det var billigt, det var på tilbud.."
11. man skal være HURTIG til at tale dansk, holde danske traditioner - dåb, konfirmation, fødselsdag og jul.
12. man skal grine af vittigheder
13. man skal helst kunne snakke med om danske fjernsynsprogrammer, film og politik.
14. man skal ikke vise sine følelser eller snakke om dem.
15. man skal have danske venner.
16. man skal dyrke motion.
17. man skal give hånd til alle i et selskab.
18. man skal helst drikke alkohol (til en fest) m.m.
19. man skal ikke klæde sig for fint på.
20. man skal ikke være "anderledes", "ekstravagant" eller bo på en anden måde (livstil).
21. man skal være taknemmelig over for det man "får" eller "har".
22. man skal ikke stille krav.


Svona eru danirnir... í hnotskurn!

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

 

Hver verður númer 9000?!?Við fórum í dýragarðinn með Heiði á laugardaginn. vorum þar í c.a. 4 tíma eða meira... það var töluvert huggulegt. Hún var alveg óð í að fá Thomas til að leika við sig. Drengurinn er að mýkjast upp. Honum fannst það ekkert svo leiðinlegt. Hvernig er annað hægt með hana Heiði mína :). Ég held að ég hafi öðlast titilinn "uppáhalds frænkan"... tímabundið.

Veðrið er búið að vera yndislegt síðustu daga. uppundir 20°C hiti. Það ringdi þó í gær og mun sennilega líka rigna á morgun og fös. Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir að verði hálfskýjað og 15°C hiti og 8 m/s frá norðri. Sem er gott ef það rignir ekki í morgunsárið.

Svona er þetta þegar maður hefur ekkert að segja. Þá talar maður um veðrið.

Ragnheiður hringdi á sun, hafði ekkert merkilegt að segja svosem, var bara að tékka eilítið á mér. :) Það mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar. :)

Um næstu helgi förum við Thomas til Köben, þar sem við ætlum að heimsækja vin hans og kærustu. Verðum hjá þeim í góðu yfirlæti sennilega alveg frá föstudegi til sunnudags. Það er smá hnútur í maganum vegna þessarar ferðar, en ég hlýt að heilla þau alveg upp úr skónum. Mér finnst verst hvað ég er sein að koma mér að efninu þegar ég ætla að taka þátt í umræðunni. Ég tek mjög vel eftir því í vinnunni. þegar það er verið að ræða eitthvað þá er ég bara svona áhorfandi. Mér finnst ég vera frekar slöpp í dönskunni...
Nú hringir pabbi í kvöld og segir: "já hvað segirðu... ertu ekki enn búin að ná dönskunni??"

Garagó...

|

sunnudagur, apríl 11, 2004

 
Gleðilega páska

Í gær var grillveisla uppi á raski og mættum við gallvösk í hana, ég og Thomas. Almennt var nú ekkert ofsalega góð mæting en samt fámennt og góðmennt. Við Thomas grilluðum okkur svína sneiðar einhverjar og ég marineraði þær með sætri chillí marineringu í klukkutíma. Og það varð bara nokkuð gott. Ég á eftir að prufa það einhverntímann aftur. Svo fengum við eftirrétt hjá Bryndísi og Gumma, OMG geðveikt góður. hún skellti flöðebollum (negrakossum), jarðaberjum, banönum og súkkulaðibitum inn í álpappír og það varð þetta ekkert lilla gott. JÖMMÍ, Takk fyrir desertinn og skemmtilegt kvöld.

Thomas þykist kunna eitthvað á gítar og var því reynt að fá hann til að spila íslensku slagarana, en það virkaði ekki alveg sem skildi. Hann þarf eitthvað að æfa sig. Hann gat þó spilað Hotel California svo fólk gæti sungið aðeins með en annars voru bara græjur í gangi í næstu íbúð sem við gátum hlustað á. Við sátum úti til kl 11 en þá ákváðum við að drífa okkur heim, það var bæði kalt og svo þurfti Thomas að læra í dag. (Ótrúlegur sjálfsagi á þessum bæ hann fær að reyna að kenna mér að halda svona járnaga á sjálfri mér þegar hann er búin að kenna mér að versla eingöngu tilboðsvörur í Bilka)

Annars er ég búin að slátra einu páskaeggi númer 4 frá nóa í dag. Var búin að plana að fara á Circus Arena með Kötu og vinkonu hennar en svo urðu bara veikindi á þeim bænum þannig að ég sit hér heima í draslinu mínu og glugga inn í hugarheima annarra bloggara. Lenti þar á meðal á bloggsíðunni hjá Siggu Víðis sem er í heimsreisu þessa dagana. Það er soldill áróður hjá henni en gaman að sjá myndirnar sem hún sendir stöku sinnum frá sér.

Málshátturinn sem ég fékk fannst mér ekki upp á marga fiska. Fleira er gaman en að dansa og drekka
hvað þýðir það? Að ég þurfi að fara að trappa mig niður í drykkjunni sem hefur verið stopul síðan í september? Ég held ég hafi farið c.a. þrisvar í bæinn á þessu tímabili, fór einusinni að djamma í rvk þegar ég var heima yfir jól. Svo hef ég farið í c.a. 3 heima partý eftir áramót. Mér finnst þetta ekki vera nokkur frammistaða í drykkju á sjö mánaða tímabili.

Ég verð ein heima í kvöld, Thomas vill ekki leika við mig. (hann er að fara að skila 10 bls verkefni á mið og þarf víst einvern tíma til að vinna að því) þannig að ég keypti mér smá hamborgarahrygg sem mig langar að elda. ÉG kann það bara ekki... ekki að það sé neitt mál... mig vantar bara udstyr til þess. En ég hristi eitthvað fram úr erminni :)

Það var alveg frábært veður í gærdag, og ég hékk inni mest allan tímann... það er líka fínt veður í dag, en samt aðeins kaldara... og blæs svolítið með. Mig langar að vera soldið brún en fæ yfirleitt hausverk þegar ég er í mikilli sól. Ég þarf greinilega að kaupa mér sólgleraugu. það er víst bót allra mála.

Við skjáumst síðar

|

föstudagur, apríl 09, 2004

 
nú veit ég afhverju maður fer á stofu í strípur!!!!

ég verð að kaupa mér húfu á morgun það er nokkuð ljóst!!!!!

|  
Í dag er ég búin að vera á fullu....

....í vinnunni. Haldiði að það sé dónaskapur! Að láta mann vinna á föstudeginum langa... og það til kl 3, eða frá kl 6 að morgni til, til kl 3 á eftirmiðdegi. En þeir klæmast ekki svo mikið danirnir að þeir láti mann vinna nánast launalaust... nei nei.. því að allur dagurinn var unninn á yfirvinnu. Huggulegt.

Ég sit hér ein heima og er að reyna að ná í spottann á kæróinu, en svo nenni ég því ekki meir þannig að ég ákvað að nýta tímann og lita á mér hárið, þar sem það var nú skítugt.. (maður á ekki að þvo fyrir litun og strípur). Liturinn er að taka við sér í hárinu á mér í þessum töluðum, farið að svíða allsvakalega... Já sparigrísinn ég ákvað að láta á það reyna að lita á mér hárið sjálf og setja strípur... keypti svona túlkitt í bilka sem heitir eitthvað l'oréal bla bla coleur experte. Kostaði 70 kall í staðinn fyirr að borga á hárgreiðslustofu 1000 fyrir klipp, stríp og lit, eða 400 hjá Auði. Ég sparaði allavegana 930 það get ég sagt ykkur í fyrsta leik, og ef þetta verður herfilegt þá fer ég bara til auðar og spara samt.

í síð'uastu viku þá keypti ég víst rósir... það varð nú aldeilis uppistand á heimilinu þegar karlpeningurinn kom loksins seinna um kvöldið. Hann varð þetta ekkert lilla abbó. Hélt að ég ætti nú einhvern leyndan... en nei nei ekki er ég svo aðlaðandi að þeir bíði mín í röðum fyrir utan dyrina. Svo mikið er víst. (kannski gera þeir það núna þegar ég er búin að lita og strípa)

Í gær eldaði ég lambalæri fyrir Thomas, Gumma, Bryndísi og Söru. Og jú ég fékk nottló líka að spísa. Það heppnaðist þetta líka vel, það ást upp (varð uppétið (ekkert eftir)) en það er eiginlega bara eldhúsinu hennar Siggu að þakka... Ég hefði aldrei getað komið lurkinum inn í ofninn minn fyrir það fyrsta og ef ég hefði skellt mér út í fælles hús þá hefði einhver íslendingurinn byrjað að gæða sér á því. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær lambalæri hérna úti... fyrirgefiði ÍSLENSKT lambalæri. Dísa skvísa kom með eftirréttinn sem var algjört gúmmilaði. Umræðurnar sem voru akkúrat þegar eftirrétturinn var snæddur var kannski ekki upp á marga fiska en við skulum ekkert ræða það neitt meir. Takk fyrir gott kvöld, Gummi, Bryndís og Sara.

Nú ættu strípurnar að vera tilbúnar þannig að ég segi þetta gott að sinni...

auf wiedersehen ... lesen... schlafen... bla bla bla


|

sunnudagur, apríl 04, 2004

 
Ert'að baka, ahahaha

Jábz og það þýðir ekkert að hlæja að því... smá brunalykt hvað er það? ég set bara meiri glassúr á eftir. Hún er núna búin að vera í ofninum í 20 mín og er frekar hrá innan í en brennd að utan... þetta verður eitthvað skrítið.

Ég er annars bara búin að vera að hafa það huggulegt í dag. Mér var kastað öfugri út frá Thomasi um 11 leytið í morgun... þá ætlaði drengurinn að fara að lesa, frekar mikill dóni :)

Það vill enginn leika við mig þannig að ég hugsa að ég verði bara endalaust í eldhúsinu í dag. Ég er allavegana að baka, svo fer ég að elda lasagna... ég ætla að prufa mig eitthvað áfram með það.. hafa kotasælu og svona lekkerheit....

Annars er ekkert að frétta, ég ætla að fara að sauma út bráðum, ég bara finn ekkert skemmtilegt úrval hérna. Ég veit svosem alveg hvað ég ætla að sauma, það bara fæst ekki hérna. MAAAAMMMMMMAAAAAAA (Neyðaróp)....

Svo er ég nottlega með bíl í pössun þessa dagana þannig að það verður huggulegt að vakna bara kl 5.15 í staðinn fyrir 4.15 til að mæta í vinnuna. Ohh mig langar til að eiga bíl...

Mútta hringdi í mig í gær, sagði ekkert ofur merkilegt, en ég fékk samt þar á meðal að tala við Heiði Ósk, (hún vildi segja við mig nokkur vel valin orð allavegana) og þetta var það sem hún sagði

H: Ætlar þú ekki koma til Íslands bráðum?
Ég: Nei ég ætla að vera í Danmörku um páskana
H: Ókei bless (= þá vill ég ekki leika)

Já stutt og laggott, enda þýðir ekkert að eyða fleiri orðum á fólk sem ekki gerir það sem maður vill að það geri þegar maður vill að það geri það :)

Já alveg rétt ég keypti mér nú bara rautt rósabúnt áðan. Fór aldeilis út í nettó og keypti inn.. og þær passa svona líka vel í stóru glösin... nú þarf ég bara að taka til hérna hjá mér... þá er aldeilis svaka fínt hjá mér...

Nú er ég hætt... það er bara samtíningur sem ég er að segja hérna
Göð kakan kakan...

|

mánudagur, mars 29, 2004

 
Þetta gengur bara ekki

Hanna er byrjuð að blogga, og bloggar nokkrum sinnum á dag, velkomin í blogghópinn Hanna mín og til hamingju með molann.
Bjarki var líka að skíra dúlluna sína á miðvikudaginn, og fékk hún nafnið Katrín Ósk. Til hamingju með nafnið.

Heillaóskum lokið að þessu sinni.

Ég er semsagt töluvert eftirá í fréttarituninni. Ég er ekki lengur kornabarn í vinnunni þannig að ég þarf ekki eins mikinn svefn og áður. Síðustu daga í vinnunni hef ég verið flutt í kaktusinn í blokkinni og finnst mér það töluvert fínt bara, ég var orðin frekar þreytt á helvítis bláu blómunum sem ekkert breytast. Ég er hætt að dreyma um Campanula, og byrjuð að dreyma Rhipsalidopsis. Mun betri draumar sem ég fæ í kjölfarið, eða kannski fjölbreyttari draumar, því kaktusinn fæst í litunum Andromeda, Auriga, Castor, Phoenix, Sagitta og Thor Siff.

Síðustu tvær helgar voru nánast alveg eins. Því eftir vinnu á föstudögunum fór ég í mat til Thomasar og við höfðum það huggulegt, (það virðist sem enginn nenni að leika við okkur þannig að við verðum bara að vera tvö ein saman). Á laugardögunum fórum við í Bilka þar sem ég hafði þörf fyrir að kaupa í matinn fyrir vikuna. Fyrri laugardaginn varð Thomas svo veikur (mamma heldur að þetta sé fráhvarfseinkenni frá sér) og ég eyddi vikunni í að hjúkra honum. Seinni laugardaginn þegar ég var búin að píska honum út í Bilka þá sló honum niður aftur og við urðum að gjöra svo vel að vera bara að dúlla okkur inni á sunnudeginum í annars frábæru veðri.

Í Bilka á laugardaginn gerði ég einfaldlega bestu kaup sem ég hef gert í langan tíma. Þannig var í pottinn búið að mig hefur langað að baka í lengri tíma. Og ég fór nánast í bilka eingöngu til að kíkja á bökunarform, rekur mín ekki bara augun í bökunarformasett, með sjö formum. Þannig að núna get ég ekki bara bakað formkökur, heldur líka búið til litla bangsa. Og hvað kostuðu þessi herlegheit? jú 30 kr. Þrjátíu danskar krónur. ég sparaði 69,95 á þessum kaupum. Er alveg að rifna úr stolti yfir þessu. það líður að því að ég bjóði í kökuveislu... :) ég á jú ammæli bráðum.

Klukkunni var breytt um helgina. ég sver. það er nú bara vika síðan henni var breytt í Oktober. (þá var ég sko á djamminu og ákvað að vera í bænum þar til strætó byrjaði að ganga svo ég þyrfti ekki að borga 100 kr í leigubíl (haldiði að maður sé orðinn sparigrís!!!) í staðinn fyrir 14 kr í strætó) ég er ekki alveg að ná þessu. Tíminn bara flýgur áfram. Og ekki að undra þegar við missum hvern tímann á fætur öðrum. :)

En það er semsagt ekkert "..... þú tekur bara leigubííííííl....." lengur.

Snillingurinn ég og pabbi (sem btw var á DISCOVERY í danmörku um daginn) (pabbi minn er sko frægur :) heheh) , jú við pabbi misskildumst töluvert um daginn í sambandi við skattaskýrslugerð. Ég stóð í þeirri meiningu að hann ætlaði að taka þetta að sér, en hann "gleymdi" því eða hélt að ég myndi gera skýrsluna. En ég stend semsagt í ströngu við að redda mér veflykli, sem er svosem ekkert mál þótt fresturinn sé útrunninn.

Það er enginn að koma í heimsókn um páskana svo ég viti til. Þar sem Sigga og Heiður eru heima og Óli fer til Íslands á næsta laugardag verðum við bara tvö. Nema einhver vilji koma í heimsókn. Það er alltaf mjög sniðugt að kíkja í mörkina yfir páskana, því þá er sólin komin hátt á loft og svo spáir líka fínu veðri. En ef enginn meldar sig í heimsókn þá hef ég bara sólina út af fyrir mig. Reyndar verð ég ekki í eins miklu fríi frá vinnu og ég hélt yfir páskana. það er frí á skýrdag, svo er frí á annan í páskum. en það verður vinna á föstudaginn langa og páskadag. En ég hef hugsað mér að halda frí á páskadag og þá vinn ég föstudaginn langa í staðinn. En það trekkir ekkert mikið að að fara að vinna því ég man núna að ég heyrði fólk tala um að við værum í raun á jafnaðarlaunum. Jú við fáum meira borgað fyrir yfirvinnu en helgidagar eru jafnlaunaháir (reyndar á yfirvinnu) og venjulegir dagar. Þannig að þetta er ekkert svakalega aðlaðandi að slíta helgina svona.

Jæja nú hlýtur að vera komið nóg fyrir fréttaþyrsta lesendur. Lifið heil

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?